Hvað er vottaður sölu- og þjónustuaðili fyrir Meta

Vottaðir sölu- og þjónustuaðilar Meta eru hluti af teymi Meta í völdum löndum á heimsvísu. Hjá þeim starfa sérfræðingar sem hafa verið sérstaklega valdir, þjálfaðir og vottaðir af Meta. Sérfræðingar okkar veita fyrirtækjum endurgjaldslausan stuðning og ráðgjöf, allt frá þarfagreiningu til stefnumótandi ráðgjafar. Vottaðir sölu- og þjónustuaðilar Meta hjálpa fyrirtækjum að ná markmiðum sínum, auka hæfni og árangur af markaðsstarfinu.

Hvað getur vottaður sölu- og þjónustuaðili Meta gert fyrir þig?

1a

Sérfræðiþekking

Sérfræðiþekking á Facebook, Instagram, Messenger og Audience Network.

2a

Þjálfun á Íslandi

Aðgengi að fræðslu og þjálfun hérlendis, þ.á.m. vinnustofur frá Meta og Meta Blueprint vottanir.

3s

Stuðningur á Íslandi

Aðstoð og aðgengi að stuðningi frá fulltrúum Meta hérlendis.

4a

Innlendir reikningar og ráðgjöf

Innlend útgáfa reikninga og mánaðarlegar greiðslur byggðar á notkun.

5a

Sérfræðiþekking á markaðnum

Aðgengi að sérfræðingum með þekkingu á íslenskum markaði, hvort sem er fyrir fyrirtæki eða auglýsingastofur.

6a

Mælingar og greiningar

Uppsetning og ráðgjöf varðandi mælingar og greiningar, þ.á.m. á vörumerkjavitund.

Við veitum ekki eftirfarandi þjónustu

1b

Vottaðir sölu- og þjónustuaðilar veita ekki sömu þjónustu og auglýsingastofur.

3b

Þjónustan er staðsett á markaðnum, ekki í erlendu þjónustuveri.

2b

Þjónustan er án endurgjalds.

Hvernig getum
við aukið árangur
fyrirtækisins þíns?

    Algengar spurningar

    Hvernig get ég komið í viðskipti?

    Ef þú vilt koma í viðskipti, hafðu samband með því að senda tölvupóst á island@entravision.com og við leiðum þig í gegnum ferlið.

    Hvernig er ferlið til að hefja viðskipti?

    Það er einfalt að hefja viðskipti. Við byrjum með fundi þar sem við förum saman yfir þarfir fyrirtækisins (í persónu eða yfir netið). Þegar við skiljum hvernig við getum veitt ykkur sem besta þjónustu gerum við samning þar sem fram kemur hvaða þjónustu við munum veita ykkur og viðskiptaskilmála þar sem m.a. kemur fram lánstími. Þegar samningurinn hefur verið undirritaður setjum við upp auglýsingareikning með lánslínu og tengjum hann við Meta Business Manager hjá fyrirtækinu þínu. Þið notið svo nýja auglýsingareikninginn til að setja upp herferðir. Þú munt fá skýrar leiðbeiningar um hvernig þú færir gögnin þín úr gamla auglýsingastjóranum yfir í þann nýja og teymið okkar er alltaf til staðar til að veita stuðning og ráðgjöf þegar þú þarft.

    Hvernig tengi ég núverandi gögn við nýja auglýsingareikninginn?

    Auðvelt er að deila gagnagjöfum á borð við pixla, sérsniðna markhópa (e. custom audiences), SDKs (software development kits) o.fl. á milli gamla og nýja auglýsingareikningsins. Við erum með ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú færir herferðir, markhópa o.fl. af gamla reikningnum yfir á þann nýja.

    Kostar þetta okkur eitthvað?

    Þú greiðir hvorki tímagjald, þjónustugjald né álagningu fyrir þjónustuna okkar. Allar greiðslur sem fara í gegnum okkur eru sömu upphæðir og þú myndir greiða með sjálfsafgreiðsluleiðum Meta.

    Hvernig get ég greitt í íslenskum krónum?

    Sem vottaður sölu- og þjónustuaðili fyrir Meta á Íslandi erum við eini aðilinn sem veitir greiðsluþjónustu fyrir allar auglýsingalausnir Meta (s.s. auglýsingar á Facebook og Instagram). Við gefum út mánaðarlega reikninga í íslenskum krónum og leggjum á þá virðisaukaskatt. Gengi miðast við gengi Seðlabanka Íslands á bandarískum dollurum og íslenskum krónum.

    Getur þú staðfest (e. verify) Facebook síðuna mína?

    Við getum ekki ábyrgst að síðan þín verði staðfest en við erum boðin og búin að aðstoða þig við umsóknarferlið.

    Ég stýri mörgum auglýsingareikningum. Getið þið fært þá alla yfir fyrir mig?

    Já, við getum sett upp eins marga auglýsingareikninga og þú þarft.

    Hvernig getið þið veitt þjónustu án þess að rukka fyrir hana?

    Sem vottaðir sölu- og þjónustuaðilar fyrir Meta er okkar hlutverk að auka árangur og tekjur viðskiptavina með auglýsingum frá Meta. Meta greiðir okkur fyrir að veita þjónustuna.

    Verum í sambandi

    Entravision á Íslandi © Allur réttur áskillin | Privacy Policy | Terms and Conditions